Hlutar vefsíðunnar birtast hugsanlega ekki rétt. Það getur verið vegna þess að JavaScript hefur verið gert óvirkt í vafranum þínum eða vegna þess að vafrinn er ekki í nýjustu útgáfu eða styður ekki síðuna okkar. Virkjaðu JavaScript eða prófaðu að opna síðuna í öðrum vafra, t.d. Chrome, Firefox eða Safari. Þú getur einnig snúið þér til persónuverndarteymis notendaþjónustu Volkswagen.

Volkswagen AG notar mismunandi vafrakökur á vefsíðum sínum. Vafrakökur eru litlar skrár með stillingagögnum sem eru vistaðar í tækinu sem þú notar. Í grundvallaratriðum má skipta vafrakökum niður í þrjá flokka.

  1. Svokallaðar virknikökur eru nauðsynlegar til þess að vefsíðan virki rétt. Vinnsla á virknikökum er nauðsynleg til þess að gera þér kleift að heimsækja vefsvæðið (sbr. b-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar).

  2. Heimsókn á vefsíðu er gerð þægilegri með svokölluðum þægindakökum sem vista m.a. stillingar á tungumáli. Lagagrundvöllur fyrir þægindakökum eru lögmætir hagsmunir (skv. f-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Lögmætu hagsmunirnir felast í því að geta boðið upp á þægindi við heimsókn á vefsíðunni. Þú getur andmælt vinnslu persónuupplýsinga hvenær sem er með framvirkum hætti. Nánari upplýsingar um þetta er að finna í persónuverndaryfirlýsingunni.

  3. Til þess að búa til notendasnið með gerviauðkenni eru notaðar svokallaðar rakningarkökur. Rakningarkökur eru eingöngu vistaðar þegar notandinn sem heimsækir vefsíðuna hefur veitt samþykki sitt fyrir því (samkvæmt a-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Samþykkið er veitt með svokölluðum kökuborða (e. cookie-banner) sem notandinn þarf að smella á sérstaklega. Frekari upplýsingar um notkun rakningartóla sem og um hvernig afturkalla má samþykki er að finna í persónuverndaryfirlýsingunni.

Notaðar eru mismunandi gerðir af vafrakökum í þeim flokkum sem hér er lýst. Hér á eftir eru útskýringar á algengustu gerðum af vafrakökum:

  1. Á meðan notandi skoðar vefsíðu er lotukaka vistuð tímabundið í minni tækisins sem hefur að geyma auðkenni lotunnar og sér m.a. til þess að notandinn þarf ekki að skrá sig inn að nýju í hvert skipti til dæmis þegar farið er á aðra síðu. Lotukökum er eytt þegar notandi skráir sig út eða falla úr gildi þegar lotan rennur sjálfkrafa út.

  2. Varanleg vafrakaka vistar skrá í tækinu þínu sem fyrnist á tilteknum degi. Með því að notast við slíkar vafrakökur geta vefsíður „munað“ upplýsingar og stillingar fyrir tiltekna notendur næst þegar þeir koma á síðuna. Það er þægilegra og fljótlegra fyrir notandann, þar sem hann þarf t.d. ekki aftur að velja tungumál. Þegar vafrakakan er útrunnin er henni sjálfkrafa eytt þegar vefsíðan sem bjó hana til er opnuð.

  3. Vafrakökur frá þriðja aðila eru frá öðrum en þeim sem heldur vefsíðunni úti. Hér getur meðal annars verið um að ræða vafrakökur sem safna upplýsingum fyrir auglýsingar, notandamiðað efnisval og veftalnagögn.

  4. Flash-vafrakökur eru gagnaeiningar sem vefsíður sem notast við Adobe Flash vista í tölvunni. Flash-vafrakökur gilda í ótakmarkaðan tíma.

Á þessari vefsíðu eru notaðar eftirfarandi vafrakökur: